-
Sagan öll í löngu máli
Hér lýsi ég hver einkennin mín voru, hverja ég hitti, hvaða greiningar ég fékk, hvaða meðferðum var beitt og hvernig þær virkuðu. 2015 fer ég að finna aðeins fyrir hamstringverk hægra megin sem ég tengi helst við skokk. Ég var í góðu formi enda alltaf hreyft mig mikið, gengið, hjólað, synt, stundað fjallgöngur og farið…
-
Að meta árangur og fleira
Stundum getur þurft að horfa gagnýnum augum á kerfi og spyrja hvernig það gæti litið út ef við gætum hannað það upp á nýtt, frá grunni. Eftir mína upplifun held ég að kerfið gæti verið miklu betra og skilvirkara ef sjúkraþjálfarar hefðu meira frelsi í því hvernig þeir vinna. Sem dæmi þá upplifði ég oft…
-
Góð greining gulli betri
Eitt af því sem mér finnst svo augljóst þegar ég horfi til baka, er hvað greiningarferlið er mikilvægt. Meðferð hverju sinni hlýtur jú að byggja á greiningu og því vandaðri sem hún er því meiri líkur á að meðferðin heppnist. Ef fólk fengi greiningu sem byggir á ítarlegri skoðun þegar vandamál er enn á frumstigi…
-
Spjaldliðsvanvirkni
Spjaldliðirnir virðast nokkura konar svarthol í fræðunum sem er sérstaklega óheppilegt ef stoðkerfisvandamál má rekja til þeirra. Það sem kallast sacroiliac joint dysfunction (SIJD) hefur að því ég best veit ekkert heiti á íslensku. Hugtakið nær yfir hvers konar verki og vanvirkni (eitthvað virkar ekki sem skyldi) í spjaldliðum/spjaldlið sem rekja má til spjaldliðanna sjálfra…
-
Verkjafræði – Pain science
Þetta er svolítið erfitt umfjöllunarefni sem ég vil bara rétt koma inn á því það gæti komið einhverjum á rétta slóð. Ég fékk þær upplýsingar einhverju sinni að ef verkur væri búinn að vera til staðar í einhvern tíma væri líklegt að það væri ekkert stoðkerfistengt í gangi heldur hefði verkurinn náð að „grafa um…
-
Öndun
Þegar ég var komin í töluvert skrall og gat lítið gengið eða setið sá ég auglýst öndunarnámskeið sem mér leist vel á. Ég miklaði samt fyrir mér að mæta þar sem ég passaði að koma mér aldrei í aðstæður þar sem ég væri pínd til að standa eða sitja lengur en í ákveðinn tíma. Því…
-
Myndgreiningar
Rannsóknir sýna að ekki er alltaf hægt að treysta á myndgreiningar þegar bakverkir eru annars vegar. Slit í baki/hryggsúlu er eðlilegt og ekki þarf að vera neitt samhengi á milli verkja og þess sem sést á mynd. Fólk getur þannig verið með útbungun, jafnvel brjósklos, án þess að finna fyrir því og ef fólk á…
-
Of mikið af því góða
Þar sem ég fór almennt frekar illa út úr meðferðum þar sem mikil áhersla var á æfingar er ég haldin ákveðnum æfingafordómum. Þannig var það þó alls ekki í upphafi. Ég taldi sjálf að eftir því sem ég væri í betra formi því meiri líkur væru á bata og þar sem ég var ekki á…
-
Teygjur og tog
Teygjur eru gjarnan hluti af meðferð við bakverkjum. Hvort þær virka eða ekki veit þó kannski enginn og rannsóknum ber ekki saman. Í þessu sem og öðru er því væntanlega vænlegast að hlusta á líkamann. Ég er líklega að hætta mér á hálan ís hér og tek það því skýrt fram að ég tala hér…
-
Rökvillur í heilbrigðisþjónustu
Þar sem mjög erfitt getur verið að greina stoðkerfisverki, að ekki sé talað um bak-mjaðmagrindar, – eða mjaðmaliðsvanda, má segja að hver meðferð sé í raun lítil rannsókn. Sjúkraþjálfari setur fram kenningu og lætur svo reyna á hana með viðurkenndum aðferðum. Ef árangur næst ekki hlýtur að þurfa að endurmeta bæði greininguna og meðferðina. Þannig…
-
Prolo/PRP meðferðir
Fljótlega eftir að mig fór alvarlega að gruna spjaldliðinn og mjaðmagrindina rakst ég á greinar um það sem kallast „regenerative medicine“ eða endurmyndunar-læknisfræði. Þarna undir falla prolotherapy, PRP, stofnfrumumeðferðir og hugsanlega eitthvað fleira. Prolotherapy Markmiðið meðferðarinnar er að reyna að hressa upp á liði, liðbönd, vöðvafestur, vöðva eða aðra mjúkvefi með því að sprauta ertandi…
-
Labral tear tímabilið
Eins og þeir þekkja sem glíma í einhvern tíma við bak/mjaðmaverki geta greiningar farið í ýmsar áttir og má gjarnan tala um ákveðin tímabil. Eitt slíkt tímabil sem varði í svona 2-3 mánuði, og dúkkar reyndar upp af og til, er „Labral tear tímabilið“. Það hófst á því að ég hitti osteopata sem ég taldi…
-
Hollenska klíníkin
Með því lærdómsríkasta sem ég upplifði í þessu veseni öllu var tveggja vikna meðferð á hollenskri bak klíník Spine & Joint í Rotterdam. Ég fann hana fyrir algera tilviljun þegar ég var að hlusta á þetta viðtal við Andry Vleeming, mikinn fræðimann um spjaldliði. Þetta var stuttu eftir að ég hafði farið til bæklunarlæknis nr 3.…
-
Hanna somatics, Feldenkrais og fleira
Styrktaræfingar eru mjög algengt meðferðarform og virðist jafnvel litlu skipta hvort fólk sé í góðu formi fyrir. Til eru þeir sem telja að stoðkerfisverki megi frekar rekja til vanvirks hreyfimunsturs og of mikillar vöðvaspennu en skorts á vöðvastyrk. Það getur þó verið hægara sagt en gert að slaka á vöðvum sem hafa verið í spennuástandi…
-
Grindabotninn gleymist
Á einhverjum tímapunkti í „rannsóknum“ mínum um spjaldliði fór ég að rekast á greinar um grindarbotn (pelvic floor) og hversu mikilvægt það er að grindabotnsvöðvar séu sterkir (í góðri þjálfun) en ekki síður að þeir séu ekki of spenntir. Svo virðist sem margar konur séu með of spennta/stífa grindabotnsvöða, þ.e. að það sé stöðug spenna…
-
Grindargliðnun sem bítur í rassinn
Það tók mig langan tíma að uppgötva að slæm grindagliðnun á sínum tíma gæti dregið dilk á eftir sér. Ég rek hér mína sögu nokkuð ítarlega, og eflaust er þetta frekar leiðinleg lesning en það hefði skipt mig sköpum að ná þessari tengingu fyrr. Það gætu því einhverjar konur haft gagn af. Fyrri meðganga góð-…